Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Reglur um viðskipti utan verkvangsins og reglur um gagnsæi

Með því að taka á móti gestum á Airbnb samþykkir þú að fylgja skilmálum okkar og reglum, þar á meðal þjónustuskilmálum sem við áskiljum okkur rétt til að framfylgja að eigin ákvörðun. Ef um endurtekin eða alvarleg brot er að ræða gætum við fryst eða afvirkjað skráningu eða aðgang notanda varanlega. Til að standa vörð um samfélag okkar er eftirfarandi hegðun sem talin er upp hér að neðan bönnuð.

Að færa yfirstandandi, væntanlegar eða endurteknar bókanir utan verkvangs Airbnb

    Þetta felur meðal annars í sér: 

    • Að biðja eða hvetja notendur til að færa yfirstandandi, væntanlegar eða endurteknar bókanir (þ.m.t. framlengingar á bókunum) utan verkvangs Airbnb
    • Þar með taldir hlekkir sem vísa fólki út af verkvangi Airbnb á skráningarsíðum eða í skilaboðum
    • Að hvetja til bókunar utan verkvangs Airbnb með því að bjóða afslátt
    • Að hætta við fyrirliggjandi bókanir, að fullu eða að hluta, til að bóka aftur utan Airbnb

    Að skýra ekki frá bókunargjöldum þegar gengið er frá bókun

    Þetta innifelur:

    • Að greina ekki frá skyldubundnum gjöldum í verðreitunum sem Airbnb býður upp á eða valda því með öðrum hætti að heildarverðið á greiðslusíðunni sé rangt
      • Skyldubundin gjöld er kostnaður sem gestir þurfa að standa undir miðað við fjölda bókaðra gistinátta, gestafjölda og gæludýrafjölda. Dæmi um skyldubundin gjöld eru veitugjöld, gjöld vegna viðbótargesta, gæludýragjöld, dvalargjöld, umsýslugjöld, áfangastaðargjöld, gjöld vegna húseigendafélaga og skattar (sjá undantekningu hér að neðan).
      • Öll skyldubundin gjöld verða að koma fram í viðeigandi gjaldreit eða gistináttaverði ef gjaldreitur á ekki við.
    • Að nota ekki verkfæri Airbnb til að „breyta bókun“ til að innheimta greiðslu vegna breytinga á gistinóttum, gestafjölda eða gæludýrafjölda
    • Að greina ekki frá tryggingarfé. Flestir gestgjafar mega ekki innheimta tryggingarfé. Í þeim fáu tilvikum þar sem tryggingarfé er leyft verður að tilgreina það í viðeigandi gjaldreit.
    • Að greina ekki frá kröfum um innborgun tryggingarfés sem hluta af stöðluðu verklagi hótels. Upphæð tryggingarfjárins verður að koma fram í skráningarlýsingunni.

    Undantekning

    Á stöðum þar sem Airbnb innheimtir ekki skatta eða þar sem gestgjöfum ber samkvæmt lögum að innheimta þá beint af gestum ber gestgjöfum að greina frá sköttum í skráningarlýsingunni.

      Greiðsla fyrir bókunargjald utan Airbnb

      Óheimilt er að óska eftir, senda eða taka á móti greiðslu utan verkvangs Airbnb. Innifalið í þessu er bókunarkostnaður og greiðslur gjalda í tengslum við bókanir (t.d. valfrjálst gjald fyrir upphitun sundlaugar).

      Undantekningar

      • Tilteknir gestgjafar með hugbúnaðartengingu geta innheimt greiðslu vegna tilgreindra skyldubundinna gjalda og tryggingarfjár utan verkvangs Airbnb
      • Hótel geta óskað eftir kreditkorti eða innborgun með reiðufé við innritun til að standa straum af tilfallandi kostnaði í samræmi við staðlað verklag
      • Hótel geta einnig innheimt greiðslu utan verkvangs Airbnb vegna valfrjálsra gjalda (t.d. bílastæða) ef það er hluti af stöðluðu verklagi þeirra.
      • Á stöðum þar sem Airbnb innheimtir ekki skatta eða þar sem gestgjöfum ber samkvæmt lögum að innheimta þá beint af gestum er gestgjöfum heimilt að innheimta skatta sem greint hefur verið frá, utan Airbnb

      Að biðja gesti um eða nota samskipta- eða auðkennisupplýsingar á annan hátt en tengist dvöl þeirra eða sem kemur niður á gæðum dvalar þeirra

      Þetta innifelur:

      • Að biðja gesti um samskiptaupplýsingar áður en bókun er gerð. Öll samskipti við gesti áður en bókun er gerð verða að fara fram á Airbnb
      • Að leita til gesta og óska eftir netfangi þeirra, póstfangi eða öðrum samskiptaleiðum í gegnum skilaboðakerfi Airbnb eða samnetföng eftir bókun
      • Að biðja gesti um samskiptaupplýsingar eftir bókun til að framkvæma lánshæfismat eða bakgrunnsskoðun
      • Að biðja gesti um að senda ljósmyndir af opinberum skilríkjum sínum fyrir komu nema þess sé krafist af lagalegum ástæðum eða vegna reglufylgni eins og greint er frá hér að neðan
      • Að nota samskiptaupplýsingar frá Airbnb í öðrum tilgangi sem brýtur gegn þjónustuskilmálum okkar
      • Að selja, deila eða nota samskiptaupplýsingar gesta til markaðssetningar eða til að skrá gesti á tengiliðalista

      Undantekningar

      • Þú gætir farið fram á frekari samskiptaupplýsingar/auðkennisupplýsingar ef lagalegar ástæður eða regluákvæði liggja því að baki (svo sem landslög, reglur húseigandafélags eða öryggisreglur byggingar) og gestgjafi getur staðfest það gegn ósk Airbnb. Í slíkum tilvikum þurfa gestgjafar að greina frá því hvaða kröfur eru gerðar og hvers vegna í skráningarlýsingunni svo að gestum sé ljóst að þetta viðbótarskref sé nauðsynlegt áður en gengið er frá bókun. Gestgjafar bera ábyrgð á því að farið sé að gildandi lögum um gagnaleynd
      • Þegar þú hefur samþykkt bókun getur þú beðið gest um að staðfesta að samskiptamáti Airbnb sé góð leið til að hafa samband við viðkomandi meðan á ferð stendur eða hvort gesturinn vilji frekar nota annan samskiptamáta eftir bókun
      • Þú getur notað aðra samskiptamáta ef gestur óskar eftir því eftir bókun (t.d. spjallforrit) en þú verður að tryggja að slík samskipti séu í samræmi við aðrar kröfur þessara reglna

      Að fjarlægja fólk af verkvangi Airbnb vegna athugasemda og umsagna

      Þú mátt ekki biðja gesti um að skrifa umsögn um gistingu á Airbnb á vefsetri utan Airbnb eða fylla út könnun varðandi gistingu á Airbnb á vefsetri utan Airbnb (eins og eyðublaði utan Airbnb) nema þú sért viðurkenndur hótelsamstarfsaðili. Slíkt kemur í veg fyrir að samfélag Airbnb hafi aðgang að mikilvægum upplýsingum um dvöl gests. Við viljum að gestir deili athugasemdum sínum beint á Airbnb svo að aðrir gestir geti notið góðs af innsýn þeirra.

      Að fara fram á að gestir noti aðrar vefsíður eða öpp til að fá efnislegan aðgang að skráningu

      Þetta innifelur: 

      • Að biðja gesti um að stofna sérstakan aðgang eða skrá sig á öðru vefsetri en Airbnb.com til að fá aðgang að skráningu
      • Að biðja gesti um að setja upp app frá þriðja aðila til að fá aðgang að skráningu. Allar skráningar á Airbnb verða að vera aðgengilegar gestum án þess að þeir þurfi að vera með annað app eða aðgang

      Undantekningar

      • Viðbótarskráning eða uppsetning viðbótarappa er heimil þegar þess er krafist af lagalegum ástæðum eða vegna reglufylgni sem gestgjafi getur staðfest skriflega óski Airbnb eftir því (svo sem landslög, reglur húseigandafélags eða öryggisreglur byggingar). Í slíkum tilvikum þurfa gestgjafar að greina frá því hvaða kröfur eru gerðar og hvers vegna í skráningarlýsingunni sem snýr að gestum svo að gestum sé ljóst að þetta viðbótarskref sé nauðsynlegt áður en gengið er frá bókun
      • Öpp fyrir lyklalausan aðgang og öpp sem greiða fyrir upplifun gesta meðan á dvölinni stendur (t.d. Sonos, Nest eða einkaþjónustuöpp) svo lengi sem þau eru valfrjáls
      Var þessi grein gagnleg?

      Greinar um tengt efni

      • Lagalegir skilmálar

        Friðhelgisstefna (safnvistun)

        Hér er friðhelgisstefna okkar (vistuð í safni) ef þú þarft á henni að halda.
      • Reglur • Heimilisgestgjafi

        Ábyrg gestaumsjón í Dúbaí

        Hér eru gagnlegar upplýsingar til að þú getir áttað þig betur á lögunum sem gilda í þinni borg ef þú ert að hugsa um að gerast gestgjafi á Airbnb.
      • Leiðbeiningar • Heimilisgestgjafi

        Uppfærsla á skráningum þínum í Luxe

        Kynntu þér hvernig þú getur uppfært skráningar þínar ásamt öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á þær.
      Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
      Innskráning eða nýskráning