Sem gestgjafi í Luxe getur þú uppfært stöðu skráninga þinna og innihald þeirra hvenær sem er frá aðgangi þínum. Þessi sjálfsafgreiðslueiginleiki stendur til boða allan sólarhringinn.
Mikilvægt er að skráningarupplýsingar þínar á Airbnb standist ávallt og séu nákvæmar. Þetta á við um upplýsingar eins og verð, framboð og reglur eða kröfur sem eiga við um gesti þína eða eignina sjálfa. Ónákvæmar eða ótilgreindar upplýsingar geta gefið ranga mynd og leitt til óánægju gesta og neikvæðra umsagna.
Þegar þú gerir meiriháttar breytingar skaltu hafa í huga að slíkt gæti haft áhrif á dvöl væntanlegra gesta og þér ber að standa við upphaflega bókunarskilmála. Við hvetjum þig til að hafa samband við gesti að fyrra bragði til að láta vita af breytingunum og öðrum valkostum sem þú kannt að bjóða upp á í staðinn.
Umsjónartól skráningarsíðu
Flipanum fyrir umsjónartól skráningarsíðunnar er skipt í tvo hluta; annars vegar „eignina þína“ og hins vegar „komuleiðbeiningar.“ Þessir hlutar gera þér kleift að lýsa heimilinu, sýna helstu eiginleika og þægindi þess og veita gestum nauðsynlegar upplýsingar.
Til að yfirfara eða gera breytingar á skráningum þínum í Luxe opnar þú skráningar og velur skráninguna sem þú vilt breyta.
Þessi hluti gerir þér kleift að lýsa heimilinu og bjóða mögulegum gestum upp á myndleiðangur um rýmið þar sem þeir koma til með að dvelja. Með því að setja inn myndir af öllum herbergjum gefur þú gestum réttar væntingar og auðveldar þeim að taka upplýsta ákvörðun með hliðsjón af ferðaþörfum þeirra. Með því að bæta aðgengiseiginleikum við skráninguna auðveldar þú gestum sem leita að þessum eiginleikum að finna hana og gestir geta verið meðvitaðir um að allur hópurinn hafi gott aðgengi að öllum rýmum heimilisins.
Skráningar í Luxe bjóða upp á valkost til að bæta við sérstökum þægindum sem gefa til kynna eiginleika sem fylgja eigninni eða viðbótarþjónustu sem gestir geta notið gegn aukagjaldi.
Athugaðu: AirCover fyrir gestgjafa felur í sér ábyrgðartryggingu gestgjafa upp að einni milljón Bandaríkjadala og eignavernd upp að 3 milljónum Bandaríkjadala fyrir verðmæti þín, kyrrstæða bíla og báta á lóð þinni. Frekari upplýsingar um
hvernig AirCover fyrir gestgjafa virkar.
Ábendingar um að skrifa leiðarlýsingu:
Þú getur breytt almennum húsreglum hverrar skráningar, þar á meðal hvort tiltekin eign sé barnvæn eða ekki, hvort reykingar eða gæludýr séu leyfð og hvort leyfilegt sé að halda viðburði á staðnum. Gættu þess að tilgreina allar viðbótarreglur sem eiga sérstaklega við um heimilið.
Þú getur stillt eða breytt afbókunarreglu skráningar þinnar en áður en þú gerir það skaltu kynna þér afbókunarreglur gestgjafa. Hafðu í huga að nýja afbókunarreglan mun aðeins gilda fyrir nýjar bókanir.
Gakktu úr skugga um að komuleiðbeiningar þínar séu réttar og innihaldi nýjustu upplýsingar til að tryggja snurðulausa komu og dvöl gesta.
Frekari upplýsingar um að gera innritun hnökralausa.
Zurich Insurance Company Ltd. er vátryggjandi vegna ábyrgðartrygginga gestgjafa og upplifana fyrir gestgjafa sem bjóða gistingu, upplifanir eða þjónustu í Bretlandi. Airbnb U.K. Services Limited, tilnefndur fulltrúi Aon U.K. Limited — sem er með heimild og undir eftirliti fjármálaeftirlitsins (FCA) — sér um tryggingarnar og gengur frá samningum gestgjöfum í Bretlandi að kostnaðarlausu. Skráningarnúmer Aon hjá FCA er 310451. Þú getur staðfest það á skrá yfir fjármálaþjónustu á vefsetri FCA eða með því að hafa samband við FCA í síma 0800 111 6768 (eða +44 207 066 1000 ef hringt er erlendis frá). Reglur hvað varðar ábyrgðartryggingu gestgjafa og ábyrgðartryggingu upplifana og þjónustu samkvæmt AirCover fyrir gestgjafa sæta eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. Annar varningur og þjónusta af hálfu Airbnb UK Services Limited eru ekki háð eftirliti. FP.AIR.2025.20.SD
Ef fulltrúi þinn sér um innritun gesta gæti komið sér vel að taka fram hvernig hefðbundnar móttökur/sýningarferð um eignina ganga fyrir sig. Hér eru dæmi um upplýsingar sem vert er að hafa í huga:
Dæmi um innritunarleiðbeiningar:
Hjálpaðu gestum að gera sig heimakæra með hugulsömum húsleiðbeiningum.