Flestir gestgjafar mega ekki innheimta tryggingarfé, hvorki í gegnum úrlausnarmiðstöðina okkar né fyrir utan verkvang Airbnb. Airbnb veitir vernd frá A til Ö í gegnum AirCover fyrir gestgjafa til að bregðast við tjóni eða slysum sem eiga sér stað meðan á dvöl stendur.
Tilteknir gestgjafar með hugbúnaðartengingu geta þó innheimt tryggingarfé utan verkvangs Airbnb. Í þessum tilvikum þar sem tryggingarfé er leyft verður að tilgreina það í viðeigandi gjaldreit svo að gestir fái upplýsingar um það á greiðslusíðunni.
Hótel geta einnig óskað eftir kreditkorti eða innborgun með reiðufé við innritun til að standa straum af aukalegum kostnaði í samræmi við staðlað verklag og það þarf þá að koma fram í skráningarlýsingunni.
Ef gestur, boðsaðili hans eða gæludýr veldur tjóni meðan á bókun stendur á heimili, þjónustu eða upplifun getur gestgjafinn óskað eftir endurgreiðslu frá gestinum í gegnum úrlausnarmiðstöðina okkar. Ef Airbnb fer yfir málið og kemst að þeirri niðurstöðu að gesturinn beri ábyrgð gæti greiðslumáti viðkomandi verið skuldfærður.