Gestgjöfum er óheimilt að innheimta gjöld í tengslum við bókanir á Airbnb utan verkvangsins, nema að fengnu skýru samþykki frá okkur.
Í einstaka tilvikum gæti Airbnb heimilað tilteknum gestgjöfum með hugbúnaðartengingu að innheimta ákveðin skyldubundin gjöld með greiðslumáta utan Airbnb, að því tilskildu að þau séu innifalin í sundurliðun á skráningarverðinu á greiðslusíðunni. Eftirfarandi eru dæmi um slík gjöld: dvalargjöld (þ.m.t. kostnaður fyrir þægindi eins og sundlaug, líkamsræktaraðstöðu eða þráðlaust net), veitugjöld og gjöld húseigendafélags.
Hótel geta einnig innheimt greiðslu utan verkvangs Airbnb fyrir valfrjáls gjöld (t.d. bílastæðagjald) ef það er hluti af stöðluðu verklagi. Aðrir gestgjafar verða að innheimta valfrjáls gjöld í gegnum úrlausnarmiðstöðina.
Á stöðum þar sem Airbnb innheimtir ekki skatta eða þar sem gestgjöfum ber samkvæmt lögum að innheimta þá beint af gestum er gestgjöfum heimilt að innheimta skattana utan Airbnb ef greint hefur verið frá þeim á skráningarsíðunni.
Flestir gestgjafar mega ekki innheimta tryggingarfé. Airbnb veitir vernd frá A til Ö í gegnum AirCover fyrir gestgjafa til að bregðast við tjóni eða slysum sem eiga sér stað meðan á dvöl stendur.
Í þeim undantekningartilfellum að heimilt sé að innheimta tryggingarfé utan verkvangs Airbnb verða gestgjafar að taka það skýrt fram í viðeigandi gjaldreit á skráningarsíðunni.
Hótel geta einnig óskað eftir kreditkorti eða innborgun með reiðufé við innritun til að standa straum af aukalegum kostnaði í samræmi við staðlað verklag, en það þarf þá að koma fram í skráningarlýsingunni.