Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestgjafi

Óskaðu eftir eða sendu greiðslu í úrlausnarmiðstöðinni

Úrlausnarmiðstöðin auðveldar greiðsluhögun varðandi gistingu, þjónustu eða upplifanir á Airbnb, hvort sem gestgjafi endurgreiðir gesti hluta gistikostnaðar vegna þæginda sem vantaði eða gestur greiðir gestgjafa sínum fyrir brotinn kaffibolla og svo framvegis.

Svona geta gestgjafar notað úrlausnarmiðstöðina

Hafðu bara í huga að:

  • Þú verður að nota þar til gert tól Airbnb til að breyta bókunum. Þú getur ekki notað úrlausnarmiðstöðina til að innheimta greiðslu vegna viðbótarkostnaðar eða endurgreiðslu fyrir gistinætur, gestafjölda eða gæludýrafjölda.
  • Gestgjafar geta ekki innheimt skyldubundin gjöld af gestum í gegnum úrlausnarmiðstöðina með nokkrum undantekningum. Undantekningar eru:
    • Sumir gestgjafar með hugbúnaðartengingu gætu innheimt greiðslu vegna skyldubundinna gjalda og tryggingarfjár sérstaklega í úrlausnarmiðstöðinni. Þessi gjöld kæmu fram í verðsundurliðun á greiðslusíðunni.
    • Þar sem Airbnb innheimtir ekki skatta eða þar sem gestgjöfum ber samkvæmt lögum að innheimta þá beint af gestum verða gestgjafar að greina frá sköttunum í skráningarlýsingunni og mega innheimta þá í gegnum úrlausnarmiðstöðina.

Frekari upplýsingar um hvað má og má ekki nota úrlausnarmiðstöðina fyrir.

Óskaðu eftir greiðslu frá gestgjafa þínum eða gesti í gegnum úrlausnarmiðstöðina

Svona óskar þú eftir greiðslu frá gestgjafa þínum eða gesti í tölvu

  1. Opnaðu úrlausnarmiðstöðina og smelltu svo á óska eftir greiðslu
  2. Veldu tiltekna bókun og smelltu á velja
  3. Undir um hvað snýst beiðnin? velur þú ástæðuna sem á best við
  4. Tilgreindu umbeðna fjárhæð
  5. Settu inn valfrjáls viðhengi og bættu við athugasemd
  6. Smelltu á næsta og svo á óska eftir

Sendu gestgjafa þínum eða gesti greiðslu í gegnum úrlausnarmiðstöðina

Svona millifærir þú greiðslur í tölvu

  1. Opnaðu úrlausnarmiðstöðina og smelltu svo á senda greiðslu
  2. Veldu tiltekna bókun og smelltu á velja
  3. Undir fyrir hvað er þessi greiðsla? velur þú ástæðuna sem á best við
  4. Tilgreindu fjárhæð greiðslunnar og bættu við athugasemd
  5. Smelltu á næsta
  6. Veldu greiðslumáta og smelltu á staðfesta og greiða

Ef meira en 60 dagar eru liðnir frá útritun

Einungis má leggja fram nýja beiðni í úrlausnarmiðstöðinni ef minna en 60 dagar eru liðnir frá því að bókun lauk (nema um tjónatengdar kröfur sé að ræða. Slíkar kröfur þarf að leggja fram innan 14 daga frá útritun).

Þú getur svarað fyrirliggjandi beiðni í úrlausnarmiðstöðinni þótt meira en 60 dagar séu liðnir frá útritun—eins og til að greiða umbeðna upphæð að fullu, greiða aðra upphæð eða hafna beiðni—að því tilskildu að beiðnin hafi verið lögð fram innan 60 daga frá lokum bókunar.

Sé bókunin ekki enn hafin

Gestgjafar geta óskað eftir greiðslu frá gesti í gegnum úrlausnarmiðstöðina áður en staðfest bókun hefst en geta ekki sent gesti greiðslu fyrr en bókunin hefst eða þegar hún hefur verið felld niður. Gestir geta sent gestgjafa greiðslu áður en bókun hefst en geta ekki óskað eftir greiðslu frá gestgjafa fyrr en bókunin hefst.

Gestur og gestgjafi geta báðir stofnað millifærslu ef gestur afbókar áður en bókun hefst og gestgjafinn hefur samþykkt að endurgreiða gestinum að fullu:

  • Gesturinn getur óskað eftir fullri endurgreiðslu frá gestgjafanum í úrlausnarmiðstöðinni
  • Gestgjafinn getur haft samband við Airbnb og óskað eftir því að þjónustufulltrúar okkar endurgreiði gestinum að fullu

    Sé innritun lokið eða komið fram yfir upphafstíma

    Gestgjafar sem og gestir geta notað úrlausnarmiðstöðina til að borga eða fá greitt hvor frá öðrum eftir að bókunin hefst.

    Ef gestur afbókar þegar komið er fram fyrir upphafstíma getur gestgjafinn endurgreitt gestinum að fullu í gegnum úrlausnarmiðstöðina.

    Ef bókunin er fyrir hótelgistingu

    Ekki er víst að úrlausnarmiðstöðin standi til boða fyrir alla hótelgistingu. Í þeim tilfellum þurfa gestir með hótelgistingu og viðkomandi gestgjafi að ganga frá greiðslum sín á milli.

    Var þessi grein gagnleg?

    Greinar um tengt efni

    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning