Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Öryggi gestgjafa og gesta

Öryggi er forgangsatriði hjá Airbnb. Öryggisvandamál heyra til undantekninga en þegar þau eiga sér stað höfum við regluverk og ferla til að takast á við þau. Við gætum meðal annars fellt niður væntanlegar eða yfirstandandi bókanir og gripið til aðgerða gegn aðgöngum sem brjóta gegn reglum, til dæmis með því að fjarlægja þá.

Í sumum tilfellum þar sem hægt er gætum við gripið til fyrirbyggjandi ráðstafana til að stuðla að öryggi, meðal annars með bakgrunnsathugun á ákveðnum svæðum, skimun á bókunum sem benda til þess að mjög líklegt sé að ónæðisvaldandi samkomur muni eiga sér stað og skimun á notendum á ákveðnum svæðum til að tryggja að viðkomandi séu ekki viðriðnir alvarlega glæpi.

Hvernig tilkynna á öryggisvandamál

Hafðu samband við neyðarþjónustu eða löggæslu á staðnum til að fá aðstoð í bráðum neyðartilfellum. Ef þú þekkir ekki neyðarnúmer á staðnum getur þú notað Airbnb til að hringja tafarlaust í neyðarþjónustu. Þú getur haft samband við okkur allan sólarhringinn í gegnum spjall, tölvupóst eða síma sé neyðartilfellið ekki áríðandi. Þú getur einnig haft samband við starfsfólk hverfisaðstoðar okkar til að tilkynna ónæði.

      Reglur okkar

      Við erum með skýrar reglur sem taka á eða banna hættulegar aðstæður eða framferði, þar á meðal:

      • Óöruggar eignir þar sem öryggisvá er til staðar (s.s. mikil hætta á falli úr hæð eða óvarðar rafmagnsleiðslur) og óöruggar upplifanir og þjónustu þar sem öryggisbúnaður virkar ekki sem skyldi eða öryggisáhættur eru virtar að vettugi
      • Notkun, ræktun, framleiðsla eða dreifing ólöglegra vímuefna
      • Samkomuhald sem veldur ónæði eða er opið öllum og annað ónæði gagnvart nærsamfélaginu
      • Notkun öryggismyndavéla innandyra
      • Hættuleg dýr sem eru ekki í taumi/búri og ekki hefur verið greint frá
      • Ógnandi hegðun eða áreiti, þar með talið, en ekki takmarkað við, ofbeldishótanir og ógnvekjandi eða illgjarna hegðun
      • Óörugg eða ólögleg meðhöndlun vopna
      • Líkamlegt ofbeldi eða tilraun til ofbeldis gegn fólki eða dýrum
      • Kynferðislegt ofbeldi, áreitni eða annað misferli
      • Ólöglegt athæfi og önnur hegðun sem gæti skaðað samfélagsmeðlimi okkar
      Var þessi grein gagnleg?

      Greinar um tengt efni

      Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
      Innskráning eða nýskráning