Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur • Upplifunargestgjafi

Viðmið og kröfur Airbnb um þjónustu og upplifanir

Gert er ráð fyrir því að þjónustu- og upplifunargestgjafar Airbnb, þ.m.t. samgestgjafar upplifana sem sjá um gesti, fullnægi gildandi viðmiðum og kröfum áður en skráningar þeirra eru birtar og þeir verða að halda þeim áfram eftir að skráningar þeirra hafa verið birtar. Airbnb tekur ákvörðun um hvort þjónusta eða upplifun uppfylli viðmið og kröfur. Að standast þessar kröfur tryggir ekki að þú fáir samþykki og birtingu.

Allir gestgjafar og samgestgjafar verða einnig að uppfylla þjónustuskilmála Airbnb, viðbótarskilmála fyrir þjónustu- og upplifunargestgjafa og samfélagsreglur.

Sum afþreying er ekki leyfð á Airbnb og önnur sætir takmörkunum. Frekari upplýsingar um starfsemi sem er bönnuð eða háð takmörkunum.

Hvað er nauðsynlegt áður en skráning á þjónustu eða upplifun er birt?

Þjónusta og upplifanir á Airbnb eru gæðavottaðar svo að þær standist örugglega viðmið okkar. Þú og skráningin þín þurfið að uppfylla eftirfarandi viðmið og kröfur til að bjóða þjónustu eða upplifun á Airbnb.

Viðmið gestgjafa fyrir þjónustu og upplifanir

  • Staðfesting á auðkenni og bakgrunnsathugun: Gestgjafar verða að staðfesta auðkenni sitt og sýna fram á hreint sakarvottorð eða aðra vottun þar sem það á við.
  • Leyfi eða réttindi: Gestgjafar verða að viðhalda gildum leyfum, tryggingum og réttindum eins og við á fyrir starfsemina. Gestgjafar gætu þurft að sýna fram á að þeir viðhaldi þessum skilríkjum og tryggingum.

Þjónusta: Grunnviðmið

  • Reynsla: Að minnsta kosti tveggja ára reynsla í viðeigandi flokki eða fimm ár fyrir matreiðslumenn án matreiðsluprófs.
  • Orðspor: Gestgjafar verða að viðhalda vönduðu faglegu orðspori sem endurspeglast í atriðum eins og framúrskarandi athugasemdum gesta og tekið er tillit til verðlauna og birtinga í ritum eða annarra viðurkenninga.
  • Ferilmappa: Gestgjafar sem bjóða ljósmyndun, matreiðslu, veitingar, tilbúna rétti, einkaþjálfun, hársnyrtingu, förðun og neglur þurfa að hafa ferilmöppu sem sýnir faglega reynslu þeirra.

Þjónusta: Viðmið fyrir skráningu

  • Myndir: Þú þarft að senda inn að minnsta kosti fimm hágæðamyndir í lit, þar á meðal eina mynd fyrir hverja þjónustu, sem gefa skýra og raunhæfa mynd af þjónustunni sem þú veitir. Fyrir ljósmyndara þurfum við að minnsta kosti 15 ljósmyndir úr ferilmöppu. Þú verður að nota myndir að vali Airbnb vegna skráninga á nuddi og snyrtingu og dekurs.
  • Titill: Notaðu titilinn til að útskýra um hvaða þjónustu er að ræða og hver veitir hana.
  • Sérþekking: Útskýrðu af hverju þú ert rétti gestgjafinn til að bjóða þjónustuna sem þú veitir. Komdu þér beint að efninu í fáum og nákvæmum orðum.
  • Þjónustuframboð: Þú þarft að hafa að minnst þrjár þjónustuleiðir (einfaldan pakka, almennan pakka og betri pakka) fyrir hverja skráningu. Til dæmis gæti einfaldi pakkinn kostað undir 50 Bandaríkjadöum fyrir styttri eða einfaldari þjónustu en betri pakkinn er á hæsta verðinu og sá almenni þar mitt á milli. Sér mynd þarf fyrir hverja þjónustuleið. Auðvelt ætti að vera að sjá hvað er um að vera á henni sem smámynd. Í lýsingu hvers mælum við með því að leggja áherslu á tiltekin atriði eins og hráefni, tækni, búnað eða efni svo að gestir viti hvað þeir eru að kaupa.

Upplifanir: Grunnviðmið

  • Þekking: Gestgjafi hefur formlega menntun eða annan viðeigandi bakgrunn (t.d. menntun, þjálfun eða iðnnám eða fjölskyldubakgrunn eða arfleifð).
  • Afþreying: Afþreyingin tengist því sem borgin er þekkt fyrir og menningu, matargerð eða fólki á staðnum. Hvetja ætti gesti upplifunarinnar að vera virkir þátttakendur og mynda tengsl við aðra gesti og gestgjafann.
  • Staður: Staðsetning upplifunarinnar verður að vera örugg, hrein og þægileg og hún verður að innihalda alla nauðsynlega eiginleika til að ljúka afþreyingunni á tilhlýðilegan hátt. Þetta ætti að vera rými sem er vanalega notað fyrir afþreyinguna sem fer fram og rýmið ætti að vera passlega stórt fyrir hópinn.

    Upplifanir: Viðmið fyrir skráningar

    • Myndir: Þú verður að senda inn að minnsta kosti fimm hágæðamyndir í lit með innsendingunni og ættir að bæta fleirum við þegar þörf krefur til að greina skýrt frá væntingum.
    • Titill: Mælt er með því að leggja áherslu á aðalatriði upplifunarinnar í titlinum og byrja á orði eins og „skoðaðu“, „uppgötvaðu“ eða „smakkaðu“.
    • Lýsing: Notaðu orð sem styðja við titilinn og ýta undir það sem ber af svo að gestir átti sig á því sem er í vændum. 
    • Dagskrá: Lýstu því sem fram fer í upplifuninni frá upphafi til enda svo að gestir viti nákvæmlega hvað þeir munu gera og geti ákveðið hvort hún henti þeim. Hver skráning þarf að skiptast í eina til fimm afþreyingar eða athafnir.

    Hvað er nauðsynlegt eftir að skráning á þjónustu eða upplifun er birt

    Þú og skráningin þín verðið alltaf að standast eftirfarandi viðmið og kröfur til að bjóða upplifanir eða þjónustu á Airbnb:

    Hafðu í huga að ef þú gerir verulegar breytingar á skráningu þinni (til dæmis á staðsetningu eða þjónustu) eftir að hún er birt verður hún gæðavottuð aftur.

    Var þessi grein gagnleg?

    Greinar um tengt efni

    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning