Ef eitthvað óvænt kemur upp á meðan á dvölinni stendur skaltu reyna að hafa fyrst samband við gestgjafann til að ræða lausnina. Líklegt er að viðkomandi hjálpi þér að bæta úr þessu strax. Ef þú vilt óska eftir endurgreiðslu eða afbóka getum við hjálpað þér að stofna beiðni hjá gestgjafanum þínum.
Þú getur sent gestgjafanum skilaboð til að ræða lausnir. Ef þú kemst að samkomulagi við gestgjafann eru meiri líkur á því að beiðni þín verði samþykkt.
Þú þarft að hefja afbókunarbeiðni innan þriggja sólarhringa frá því að vandamálið kom upp til að eiga rétt á endurgreiðslu.
Þú getur:
Ef gestgjafinn segir já mun endurgreiðslan fara aftur á sama greiðslumáta og þú notaðir upphaflega. Ef gestgjafinn svarar ekki eða segir nei getur þú leitað aðstoðar Airbnb
Í þeim undantekningartilvikum að óviðráðanlegar aðstæður eigi sér stað á áfangastað þínum og komi í veg fyrir að þú getir lokið bókun, gætir þú átt rétt á endurgreiðslu samkvæmt reglum okkar um óviðráðanlegar aðstæður.