Þú hefur 72 klukkustundir frá því að vandamálið kemur í ljós til að tilkynna gestgjafanum eða Airbnb komi upp vandamál varðandi bókunina á heimilinu þínu, þjónustunni eða upplifuninni.
Svona undirbýrðu þig:
Þótt við viljum alltaf helst að gestgjafar og gestir leysi úr málum sín á milli vitum við að það er ekki alltaf hægt. Ef gestgjafinn þinn getur ekki leyst úr málinu, svarar engu eða hafnar endurgreiðslubeiðni þinni, getur þú látið okkur vita með því að smella eða pikka á fá aðstoð á bókunarsíðunni. Starfsmaður okkar mun taka málið að sér og aðstoða við úrlausn þess.
Fyrir heimilisbókanir: Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að málið heyri undir AirCover fyrir gesti munum við aðstoða þig við að finna sambærilega eign á svipuðu verði í samræmi við framboð. Standi sambærileg eign ekki til boða eða kjósir þú að bóka ekki að nýju munum við endurgreiða þér að fullu eða að hluta til.
Í neyðartilvikum, eða ef þú telur öryggi þínu vera ógnað, biðjum við þig um að hafa samstundis samband við lögregluyfirvöld eða neyðarþjónustu á staðnum. Ef þú þekkir ekki neyðarnúmer á staðnum getur þú notað Airbnb til að hringja tafarlaust í neyðarþjónustu.
Hvað varðar önnur öryggismál getur þú ávallt náð í okkur í gegnum öryggisaðstoð okkar sem er opin allan sólarhringinn. Hafðu samband við okkur í síma, með tölvupósti eða netspjalli til að fá forgangsaðstoð hjá sérþjálfuðum öryggisfulltrúum okkar.
Þú getur haft samband við starfsfólk hverfisaðstoðar okkar hvað varðar vandamál tengd heimagistingu í nágrenni þínu.