Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestur

Að óska eftir endurgreiðslu að hluta til eða að fullu frá heimilisgestgjafa

Stundum gætu gestir viljað endurgreiðslu frá heimilisgestgjafa sínum. Til þess er úrlausnamiðstöðin einmitt. Gestgjafar og gestir geta borgað hvor öðrum þegar þeir hafa samið um greiðslu.

Hafðu bara í huga að úrlausnarmiðstöðin virkar ekki fyrir alla hótelgistingu.

Að óska eftir endurgreiðslu frá heimilisgestgjafa vegna minniháttar vandamáls

Minniháttar vandamál gæti komið upp meðan á dvöl þinni stendur sem réttlættir mögulega beiðni um endurgreiðslu. Mögulega getur gestgjafi þinn ekki bætt úr því en hefur samþykkt að endurgreiða þér lága fjárhæð til að bæta þér upp óþægindin.

Þú getur athugað hvort atvikið falli undir reglur okkar um endurbókun og endurgreiðslu fyrir heimili eða kynnt þér hvað skal gera ef vandamál kemur upp meðan á dvöl stendur.

Að óska eftir endurgreiðslu frá heimilisgestgjafa vegna persónulegra aðstæðna sem koma upp

Einnig gætu komið upp persónulegar aðstæður sem valda því að þú þurfir að ræða við heimilisgestgjafann þinn um möguleikann á endurgreiðslu að fullu eða að hluta til.

Hafðu í huga að afbókunarregla gestgjafans gildir um atvik sem falla ekki undir endurgreiðslureglur okkar eða reglur um óviðráðanlegar aðstæður. Gestgjafa þínum er í sjálfsvald sett hvort hann greiði meira en afbókunarreglan kveður á um.

Hafðu samband við heimilisgestgjafann þinn áður en þú óskar eftir endurgreiðslu

Byrjaðu á því að láta gestgjafann vita af málinu með skilaboðum. Þetta á það til að auðvelda úrlausn málsins og stuðlar að gagnkvæmum skilningi milli þíns og gestgjafans.

Ef þú og gestgjafinn komist ekki að samkomulagi getur þú leitað aðstoðar Airbnb við að finna lausn þegar þú sendir inn beiðni í úrlausnarmiðstöðinni.

Svona óskar þú eftir endurgreiðslu

Svona óskar þú eftir endurgreiðslu í tölvu

  1. Opnaðu úrlausnarmiðstöðina og smelltu svo á óska eftir greiðslu
  2. Veldu bókunina þína og smelltu á næsta
  3. Veldu bestu ástæðuna fyrir endurgreiðslunni undir velja ástæðu
  4. Settu inn viðhengi ef þess þarf
  5. Tilgreindu fjárhæð endurgreiðslunnar og bættu við athugasemd
  6. Smelltu á staðfesta og svo á óska eftir


Athugaðu: Þú hefur allt að 60 daga frá útritunardegi til að leggja fram beiðni í úrlausnarmiðstöðinni.

Endurgreiðslur vegna afbókana

Þú gætir átt rétt á endurgreiðslu ef þú afbókar, en það ræðst af afbókunarreglu gestgjafans og hvenær þú afbókar.

Þú getur kynnt þér hvernig þú sérð endurgreiðsluupphæðina áður eða eftir að þú afbókar. Ef þú vilt hætta við heimilisbókun getur þú gert það með eftirfarandi hætti. Þú getur einnig skoðað hvenær þú færð endurgreitt.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning