Allir samgestgjafar hafa fulla aðgangsheimild að upplifunarskráningum sem þeim er boðið að gerast hluti af. Þetta þýðir að þeir geta uppfært skráningarsíðuna, samþykkt og hafnað bókunarbeiðnum, skoðað dagatalið, haft umsjón með dagsetningum og tímum og sent gestum skilaboð áður en upplifun hefst, meðan á henni stendur og að upplifun lokinni.
Allir samgestgjafar sem hafa umsjón með bókunum birtast einnig sem samgestgjafar við skráningu þína (til að gestir geti borið kennsl á þá). Samgestgjafar geta leitt upplifanir um leið og þeir hafa framvísað áskildum upplýsingum, meðal annars hve margra ára reynslu þeir hafa, menntun og þjálfun, því sem staðið hefur upp úr á ferlinum og nauðsynlegum gögnum varðandi leyfi og tryggingar.
Samgestgjafar geta aðstoðað þig við gestaumsjónina með tvenns konar hætti, m.a.:
Líkt og skráningarhafinn geta samgestgjafar ýmist samþykkt eða hafnað bókunarbeiðnum.
Samgestgjafar geta einnig skoðað og svarað skilaboðum frá gestum, þar með töldum fyrirspurnum áður en gestur bókar og skilaboðaþráðum þegar gengið hefur verið frá bókun. Ef gestir þurfa að senda gestgjafa skilaboð að upplifun lokinni geta samgestgjafar einnig svarað þeim skilaboðum.
Viðkomandi hafa aðgang að dagskránni og geta því skoðað dagatalið og bætt við það eða gert breytingar. Viðkomandi getur einnig sent gestum skilaboð úr dagatalinu eða tiltekinni bókunarsíðu.
Samgestgjafi þinn getur einnig séð um eftirfarandi verk til að aðstoða þig við umsjón skráningarinnar:
Samgestgjafar hafa einnig aðgangsheimild að umsjónartóli skráningarsíðunnar, þar með töldum eftirtöldum hlutum sem snerta upplifunina: