Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Reglur • Gestur

Skattar fyrir gesti

Stundum krefjast staðbundin skattyfirvöld þess að gestgjafar innheimti skatta af gestum. Við mælum með því að gestgjafar taki innifeli skatta í bókunarverðinu en sumir gestgjafar gætu farið fram á að fá skattinn frekar greiddan í gegnum úrlausnarmiðstöðina við innritun.

Hvar má finna skatta

Við förum fram á að gestgjafar bæti öllum nauðsynlegum sköttum við skráningarlýsinguna og greini gestum frá þeim áður en gengið er frá bókun. Ef þú ert gestur og vilt hafa allt á hreinu skaltu vera fyrri til og spyrja gestgjafann út í skattana.

Atriði til að hafa í huga varðandi staðbundna skatta

Airbnb getur sums staðar innheimt og skilað tilteknum sköttum fyrir hönd gestgjafa. Skattarnir eru misháir en það fer eftir lögum á staðnum hvort þeir eru reiknaðir miðað við fast gjald eða prósentuhlutfall, fjölda gesta, lengd gistingar eða tegund eignar sem er bókuð. Bókir þú eign á stað þar sem þetta á við koma staðbundnir skattar sjálfkrafa fram þegar þú greiðir og á kvittuninni þegar bókunin hefur verið staðfest. Kynntu þér upplýsingar um endurgreiðslu vegna skattundanþágu fyrir tiltekna staði.

Virðisaukaskattur (VSK)

Airbnb er auk þess skylt að innheimta VSK af þjónustugjaldinu í þeim löndum sem skattleggja rafræna þjónustu. Skoðaðu heildarlistann yfir lönd sem leggja þennan skatt á gistingu og upplifanir. Airbnb er einnig skylt að innheimta VSK af þjónustugjöldum allra notenda sem gera samning við Airbnb Kína.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning