Sendu gestgjafanum alltaf fyrst skilaboð til að ræða lausnir. Gestgjafinn getur líklegast hjálpað þér að leysa úr málinu. Við verðum þér innan handar ef gestgjafinn getur ekki hjálpað þér eða ef þú vilt óska eftir endurgreiðslu.
Svona undirbýrðu þig:
Þótt við viljum alltaf helst að gestgjafar og gestir leysi úr málum sín á milli vitum við að það er ekki alltaf hægt. Komi upp vandamál sem þú og gestgjafinn getið ekki leyst úr saman (eða ef gestgjafinn hafnar lausn eða svarar ekki beiðni um endurgreiðslu) skaltu láta okkur vita og teymið okkar hjálpar þér.
Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að vandamálið falli undir AirCover endurgreiðum við þér annaðhvort að fullu eða að hluta til eða finnum svipaða eða betri gistingu fyrir þig.
Mundu að þú hefur þrjá sólarhringa til að tilkynna okkur um vandamál frá því að það kemur í ljós.
Hafðu samband við neyðarþjónustu á staðnum ef við á vegna vandamála sem geta valdið bráðri heilsufarshættu, svo sem vegna veggjalúsar, myglu eða annarra ofnæmisvalda. Þú getur sent beiðni á Airbnb ef þú þarft aðstoð vegna bókunar og við finnum út hvaða lausn á við samkvæmt reglum okkar um endurgreiðslu og -bókun.