Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Reglur Airbnb um efnisinnihald

Þú samþykkir að hlíta þessari reglu þegar þú setur inn efni hjá Airbnb. Með efni er átt við allt skriflegt, myndrænt og hljóðrænt efni, myndbandsupptökur eða annað efni, þ.m.t.:

  • Skrif: Skráningartitlar og -lýsingar, notandasíður, opinberar umsagnir og einkaumsagnir, athugasemdir, færslur í félagsmiðstöðinni og skilaboð til Airbnb, gestgjafa eða gesta
  • Myndefni: Myndir og myndbönd ásamt myndefni sem kemur fram á myndum og myndböndum (eins og veggspjöld og listaverk sem hanga á vegg)

Við áskiljum okkur réttinn til að fjarlægja hvers konar efni, í heild sinni eða að hluta til, sem brýtur í bága við þessa reglu, þjónustuskilmála okkar, samfélagsviðmið og umsagnareglur samkvæmt þjónustuskilmálum okkar. Ef um endurtekin eða alvarleg brot er að ræða kunnum við einnig að takmarka, frysta eða fjarlægja viðeigandi aðgang að Airbnb.

Eftirfarandi efni er ekki heimilað á Airbnb:

  • Efni sem er einungis útbúið til auglýsingar eða annað markaðsefni og þ.m.t. vörumerki, hlekkir og heiti fyrirtækja
  • Ruslpóst, óumbeðin samskipti eða efni sem er deilt ítrekað og veldur truflun
  • Efni sem hvetur til eða auglýsir ólöglega eða skaðlega starfsemi, eða er kynferðislegt, ofbeldisfullt, mjög lýsandi, ógnandi eða ónáðandi
  • Efni sem felur í sér mismunun (frekari upplýsingar er að finna í reglum okkar gegn mismunun)
  • Efni þar sem þóst er að vera annar einstaklingur, aðgangshafi eða aðili, þ.m.t. fulltrúi Airbnb
  • Efni sem er ólöglegt eða brýtur gegn réttindum annarra aðila, þar á meðal hugverkaréttindum og rétti til friðhelgi einkalífsins
  • Efni sem inniheldur persónuupplýsingar annarra, þar með talið efni sem dugar til að bera kennsl á staðsetningu skráningar
  • Efni sem er óheimilt samkvæmt reglum okkar um bannað efni

Aukalegt brot á reglum hvað varðar tilteknar tegundir efnis:

Skráningartitlar

  • Skráningartitlar sem innihalda upplýsingar tengdar tegund skráningarinnar, stíl eða upplifun
  • Titlar skráninga með táknum eða tjáknum (emoji)

Skráningarsíður og notendalýsingar

  • Skráningarsíður og notendalýsingar með ósönnum, misvísandi eða villandi upplýsingum

Félagsmiðstöð

  • Ótengt efni eða efni þar sem hvorki er lögð fram spurning eða veittar upplýsingar í svari við spurningu sem er hluti af víðtækari umræðu
  • Efni sem áreitir eða er með stöðugar aðfinnslur gagnvart samfélagsmeðlimum

Umsagnir

Sérsniðin vefföng

Efni tengt COVID-19

  • Til að leggja okkar af mörkum við að berjast gegn útbreiðslu rangra upplýsinga tengdum heimsfaraldri COVID-19 höfum við útbúið handbók Airbnb um efnisinnihald og kórónaveiruna.

    Hvernig tilkynna má efni sem brýtur gegn reglum okkar

    Ef þú telur að efni brjóti gegn þessum reglum getur þú tilkynnt það beint í gegnum appið eða með því að hafa samband við okkur.

    Var þessi grein gagnleg?

    Greinar um tengt efni

    • Samfélagsreglur

      Umsagnareglur Airbnb

      Reglur okkar stuðla að því að umsagnir fyrir gesti og gestgjafa lýsi raunverulegri upplifun, séu gagnlegar og upplýsandi.
    • Leiðbeiningar

      Af hverju fékk ég umsögn sem segir að ég hafi hætt við bókun?

      Ef hætt er við bókun verður sjálfvirk umsögn birt á notandalýsingunni þinni.
    • Leiðbeiningar

      Um Airbnb.org

      Airbnb.org er óháð stofnun sem þiggur styrki frá almenningi og er ekki rekin í hagnarskyni. Airbnb.org vinnur með góðgerðasamtökum til að útvega fólki húsnæði þegar neyðarástand stendur yfir.
    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning