Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestur

Að nota leitarsíur

Stundum langar þig bara að skoða. Í öðrum tilfellum veistu nákvæmlega hvað þú vilt. Leitarsíur virka vel til að þrengja leitina að gistingu, upplifunum eða þjónustu.

Leit að gistingu

Byrjaðu leitina á því að bæta við eftirfarandi:

  • Áfangastað
  • Inn- og útritunardaga
  • Heildarfjölda gesta og gæludýra

Leit að langdvöl

Við bjóðum nú einfaldari og sveigjanlegri leit að langdvöl. Smelltu eða pikkaðu á mánuði til að tilgreina dvalarlengd og nákvæman upphafs- og lokadag. Gefðu allt að 14 daga til eða frá fyrir upphaf og lok gistingar til að sjá fleiri lausar eignir.

Leit með síum

Veldu síur til að velja milli fjölda sía sem eiga við um gistinguna sem þú vilt finna.

Tillögur að síum

Þegar þú velur síur gætu þér einnig birst tillögur að síum fyrir þig. Tillögurnar byggja á því hvaða síur þú hefur notað áður sem og síum sem gögnuðust gestum við svipaða leit.

Sérstakar síur

Tegund gistingar: Gistingin er fyrir þig. Í hvernig stuði ertu? Leitaðu að herbergjum, heilum heimilum og fleiru.

Verðbil: Finndu réttu gistinguna í þínum verðflokki með því að sía eftir heildarverði að meðtöldum skatti.

Herbergi og rúm: Tilgreindu hvað hópurinn þinn þarf mörg svefnherbergi, baðherbergi og rúm.

Þægindi: Sumir þurfa eldhús eða sjónvarp en aðrir vilja gjaldfrjálst bílastæði. Veldu það sem þú þarft til að láta fara vel um þig.

Bókunarvalkostir: Veldu þá valkosti sem einfalda þér að bóka;⁠hraðbókun, sjálfsinnritun, afbókun án endurgjalds og fleira.

Framúrskarandi gisting:

  • Í uppáhaldi hjá gestum: Vinsælustu heimilin á Airbnb, samkvæmt gestum.
  • Luxe: Gæðavottuð, framúrskarandi heimili með glæsilegri hönnun.

Tegund eignar: Leitaðu að húsum, hótelum, íbúðum og fleiru.

Aðgengi: Þarftu þrepalausan inngang eða gripslár í sturtunni? Veldu eiginleika fyrir þægindi og öryggi.

Tungumál gestgjafa: Veldu gestgjafa sem tala sama tungumál og þú.

Ekki er hægt að leita eftir leitarorði eins og er.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Leiðbeiningar • Heimilisgestgjafi

    Staðfestu að gestir geti fundið skráninguna

    Þú getur athugað hvort skráningin þín birtist í leitarniðurstöðum með því fara yfir fjölda flettinga á henni í tölfræðiupplýsingum skráningarinnar.
  • Leiðbeiningar • Gestur

    Leit að heimilisskráningum á Airbnb

    Notaðu síur, skoðaðu kort og lestu lýsingar á stöðum til að þrengja valið og finna réttu eignina fyrir ferðina þína.
  • Leiðbeiningar • Gestur

    Hraðbókun

    Þegar hraðbókun er í boði geta gestir sem uppfylla kröfur gestgjafa bókað samstundis í stað þess að þurfa að fá samþykkta beiðni.
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning