Gestir ættu að geta gengið að því vísu að skráningar séu af raunverulegum heimilum og að uppgefið heimilisfang sé rétt. Það er ástæða þess að við biðjum gestgjafa um að votta staðsetningu skráninga sinna.
Til að votta staðsetningu heimilis þíns verður þú að sýna fram á:
Fáðu frekari upplýsingar um hvernig vottunarferlið virkar fyrir gestgjafa eða kynntu þér vottun á staðsetningu frá sjónarhóli gesta.
Ef þú þarft að votta staðsetningu eignar þinnar látum við þig vita og tilgreinum hvaða vottunaraðferðir standa þér til boða. Sumar aðferðir standa ekki öllum gestgjöfum til boða.
Óháð vottunaraðferð látum við þig vita innan sólarhrings ef skráningin þín hefur staðist vottun eða hvort við þurfum frekari upplýsingar.
Notaðu Airbnb appið til að taka tvær nýjar myndir, aðra utandyra og hina innandyra í eigninni. Myndin sem tekin er innandyra þarf að samsvara tiltekinni mynd af sama rými í myndleiðangrinum þínum.
Athugaðu: Airbnb gæti notað staðsetningargögn þín til að bera saman staðsetningu tækis þíns við skráninguna sjálfa.
Skráðu þig inn í Airbnb appinu til að votta skráningu eignar með ljósmyndum.
Notaðu myndavél símans til að taka upp þrjú stutt myndbönd (hvert og eitt styttra en 20 sekúndur):
Athugaðu: Áður en þú hefst handa skaltu ganga úr skugga um að upplýsingarnar sem þú slóst inn fyrir staðsetningu heimilisins og kortapinninn stemmi.
Er eignin þín í annarri borg en þú býrð í? Þú getur beðið einhvern annan um að hjálpa þér að votta staðsetningu skráðu eignarinnar fyrir þína hönd með myndum eða myndböndum ef þú þarft að bera saman myndir eða taka upp myndbönd en þú getur ekki farið á staðinn í eigin persónu.
Athugaðu: Viðkomandi fær hvorki aðgang að aðgangi þínum að Airbnb né neinum stillingum þínum sem gestgjafa.
Flestir gestgjafar sem þurfa að votta staðsetningu heimila sinna geta gert það með myndum eða myndböndum en aðrar aðferðir eru einnig í boði.
Í sumum tilvikum gætum við óskað eftir gögnum í stað vottunar sem fer fram á staðnum.
Ef við biðjum þig um að framvísa gögnum tekur þú ljósmynd af gjaldgengu skjali eða hleður upp því sem þú ert með á skrá. Myndin eða skráin verður að innihalda alla síðuna. Hluti af síðu dugir ekki til. Gjaldgengt skjal er skjal sem:
Við munum yfirfara gögnin og láta þig vita innan sólarhrings hvort við getum staðfest heimilisfangið. Ef ekki er hægt að staðfesta gögnin þín getur þú reynt aftur allt að fimm sinnum.
Sums staðar, til dæmis þar sem þess er krafist samkvæmt staðbundnum reglum, gætir þú þurft að votta staðsetningu skráningar með öryggiskóða sem þú færð sendan bréfleiðis.
Hvernig það gengur fyrir sig:
Til að uppfylla skilyrðin:
Ef þú átt í vandræðum með kóðann skaltu athuga hvort þú hafir slegið hann rétt inn og að færri en 60 dagar séu síðan bréfið barst. Gakktu úr skugga um að þú sért að slá inn réttan kóða fyrir eignina ef þú ert með fleiri en eina eign sem þarf að votta. Þú finnur skráningartitilinn efst í bréfinu.
Athugaðu: Þú þarft að skrá þig inn á aðgang þinn að Airbnb til að slá inn öryggiskóðann. Ef þú getur ekki sótt póstinn þinn getur umsjónaraðili eignarinnar eða annar umboðsaðili gert það fyrir þig og látið þig fá vefslóðina og kóðann á bréfinu. Við mælum eindregið gegn því að deila lykilorðum með öðrum.
Áttu í vandræðum? Hér eru nokkrar ábendingar um að leysa úr vandamálum við vottun á skráningu.