Samfélag Airbnb samanstendur af fólki; fólki sem þú ferðast með, fólki sem býður gistingu og upplifanir og öðru samferðafólki. Notandalýsingin þín á Airbnb er kynning þín og hún sýnir þig sem raunverulegan og áreiðanlegan einstakling í augum annarra samfélagsmeðlima okkar. Þar er að finna staðfest auðkenni, notandamynd, heimabæ, töluð tungumál, persónuleg áhugamál, skemmtilegar staðreyndir eins og uppáhaldslagið þitt og meira að segja ferðastimpla sem sýna hverja ferð sem þú hefur farið í á Airbnb.
Þú getur alltaf uppfært notandalýsinguna þína og gestgjafar og aðrir gestir geta séð hana þegar þú bókar, tekur þátt í ferð eða skrifar umsögn. Hún byggir upp traust hjá gestgjöfum sem þú gætir viljað gista hjá, gestum sem hafa áhuga á að gista í eign þinni og öðrum gestum sem þú hittir í upplifunum.
Notandaupplýsingar þínar koma fram á Airbnb: í umsögnum, hópskilaboðum og við hópbókanir. Ef þú ert gestgjafi kemur myndin þín fram í leitarniðurstöðum, við skráningarsíður þínar og í tölvupóstum til gesta. Kynntu þér aðra staði sem notandaupplýsingar þínar gætu birst á.
Notandalýsingin þín samanstendur af upplýsingum um auðkenni þitt, orðspor, sögu á Airbnb og upplýsingum frá þér eins og skemmtilegum staðreyndum og töluðum tungumálum. Upplýsingarnar sem er deilt fara eftir því hvort þú ert gestgjafi, gestur eða hvort tveggja.
Upplýsingarnar sem eru sýndar hjá öllum eru eiginnafn, notandamynd, árafjöldi á Airbnb, hvort aðgangsupplýsingar hafi verið staðfestar, hvaða ár auðkenni var staðfest (ef við á) og allar gefnar og fengnar umsagnir.
Notendalýsingar gestgjafa og gesta sýna uppgefnar upplýsingar en þær eru ekki áskildar. Þar á meðal eru grunnupplýsingar eins og heimabær, töluð tungumál og fæðingaráratugur sem og skemmtilegar staðreyndir eins og spennandi áfangastaðir, skólar, vinnustaðir og uppáhaldslagið.
Auk þess hafa bæði gestgjafar og gestir val um að sýna áhugamál sín og ferðastimpla með stöðum og dagsetningum ferða á Airbnb í notandalýsingunni. Áhugamál og fyrri ferðir geta hjálpað fólki að sjá hvað það á sameiginlegt með þér.
Kynntu þér nánar hvaða upplýsingar koma fram í notandalýsingunni þinni.
Airbnb bætir sjálfkrafa við grunnupplýsingum eins og nafni og fjölda ferða við notandalýsingar en þú ræður því alveg hverju þú bætir við. Þetta þýðir að þú ræður því hve miklum upplýsingum er deilt, s.s. tungumálunum sem þú talar eða áhugamálum þínum.
Við hvetjum alla notendur til að vera með notandamynd en gestgjafar verða að hafa mynd.
Notandamyndir gesta eru ekki sýndar fyrr en bókun hefur verið staðfest. Sumir gestgjafar gætu farið fram á mynd fyrir bókun. Í þeim tilvikum verður myndin að vera komin inn þegar gengið er frá greiðslu en hún verður sýnd gestgjafanum þegar bókunin hefur verið staðfest.
Hér eru nánari upplýsingar um hvernig þú bætir við eða breytir notandamynd og leiðsögn fyrir myndatöku.
Líkt og með aðrar persónulegar upplýsingar notum við notandaupplýsingar þínar í samræmi við friðhelgisstefnu okkar.
Ef þú sendir inn bókunarbeiðni fyrir viðburð úr smiðju Airbnb með frægum einstaklingi gæti veirð að þú þurfir að fylla út tiltekna hluta notandalýsingar þinnar. Þú getur þó alltaf breytt eða eytt þessum upplýsingum af notandalýsingunni síðar meir.