Flokkar á Airbnb gera gestum kleift að uppgötva milljónir einstakra gististaða um allan heim. Þeir ná yfir heimili í meira en 60 flokkum sem byggjast á stíl eignarinnar, staðsetningu, nálægðar við tiltekna afþreyingu og aðra þætti.
Gestir sem leita sér að gistiaðstöðu geta skoðað flokka eins og skála, við stöðuvatn, þjóðgarða og gott aðgengi. Þeir geta einnig leitað að skráningum eftir áfangastað og niðurstöðurnar birtast undir leitin þín.
Hvaða skráning á Airbnb sem er getur birst undir leitin þín ef hún samsvarar leitarskilyrðum gests hvað varðar tiltekinn áfangastað. Skráning getur einnig birst undir einum eða fleiri flokkum á Airbnb ef hún uppfyllir tiltekin skilyrði.
Eignir í hverjum flokki fara í gegnum sérstakt mat. Við beitum vélanámi (e. machine learning) til að greina titla, lýsingar, myndatexta og umsagnir gesta fyrir milljónir heimila á Airbnb.
Skráningar sem birtast í flokkum byggjast á nokkrum þáttum sem þróast með tímanum. Nokkrir þættir sem geta haft áhrif á flokkun eru meðal annars:
Forsíðumyndir fyrir hverja skráningu fara í gegnum yfirferð og sérstakt mat. Forsíðumyndin sem er valin er sú sem lýsir flokk skráningarinnar sem best.
Teljir þú að önnur mynd í myndasafninu lýsi flokknum betur skaltu hafa samband við okkur.
Ef eignin er flokkuð í einhvern flokk á Airbnb (að undanskildum leitin þín) er nafn þess flokks tekið fram.
Hér eru nokkrar ábendingar til að auka líkur þínar á að komast í tiltekinn flokk:
Ef þú telur að skráningin þín sé ekki rétt flokkuð getur þú óskað eftir breytingu á flokki með eftirfarandi hætti:
Listi yfir flokka á Airbnb er uppfærður reglulega. Flokkarnir eru meðal annars: