Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Heimilisgestgjafi

Hvernig heimilisskráningar eru flokkaðar

Flokkar á Airbnb gera gestum kleift að uppgötva milljónir einstakra gististaða um allan heim. Þeir ná yfir heimili í meira en 60 flokkum sem byggjast á stíl eignarinnar, staðsetningu, nálægðar við tiltekna afþreyingu og aðra þætti.

Leit eftir flokki

Gestir sem leita sér að gistiaðstöðu geta skoðað flokka eins og skála, við stöðuvatn, þjóðgarða og gott aðgengi. Þeir geta einnig leitað að skráningum eftir áfangastað og niðurstöðurnar birtast undir leitin þín.

Hvaða skráning á Airbnb sem er getur birst undir leitin þín ef hún samsvarar leitarskilyrðum gests hvað varðar tiltekinn áfangastað. Skráning getur einnig birst undir einum eða fleiri flokkum á Airbnb ef hún uppfyllir tiltekin skilyrði.

Svona ganga flokkar fyrir sig

Eignir í hverjum flokki fara í gegnum sérstakt mat. Við beitum vélanámi (e. machine learning) til að greina titla, lýsingar, myndatexta og umsagnir gesta fyrir milljónir heimila á Airbnb.

Skráningar sem birtast í flokkum byggjast á nokkrum þáttum sem þróast með tímanum. Nokkrir þættir sem geta haft áhrif á flokkun eru meðal annars:

  • Verð
  • Vinsældir
  • Nálægð (fyrir leit miðað við staðsetningu)
  • Flokkssamsvörun
  • Gæði skráningarmynda

Svona eru forsíðumyndir fyrir flokk skráningar valdar

Forsíðumyndir fyrir hverja skráningu fara í gegnum yfirferð og sérstakt mat. Forsíðumyndin sem er valin er sú sem lýsir flokk skráningarinnar sem best.

Teljir þú að önnur mynd í myndasafninu lýsi flokknum betur skaltu hafa samband við okkur.

Svona finnur þú flokk skráningar þinnar:

Ef eignin er flokkuð í einhvern flokk á Airbnb (að undanskildum leitin þín) er nafn þess flokks tekið fram.

Svona finnur þú flokk tiltekinnar skráningar úr tölvu

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt skoða
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á tegund eignar til að skoða flokkun skráninganna


Svona er skráningum bætt við flokka

Hér eru nokkrar ábendingar til að auka líkur þínar á að komast í tiltekinn flokk:

Óskaðu eftir breytingu á flokki

Ef þú telur að skráningin þín sé ekki rétt flokkuð getur þú óskað eftir breytingu á flokki með eftirfarandi hætti:

  1. Nýskráðu þig hjá Elevate með fyrirliggjandi innskráningarupplýsingum þínum að Airbnb.
  2. Þaðan getur þú skoðað allar virkar skráningar þínar og núverandi flokka þeirra.
  3. Smelltu á „+ bæta við flokki“ til að bæta nýjum flokki við.
  4. Listi með öllum tiltækum flokkum kemur upp á skjánum. Þú getur valið allt að fimm flokka til að bæta við skráninguna þína. Ef þú vilt bæta við fleiri þarftu að bíða eftir því að þessir fimm flokkar ljúki yfirferð áður en þú óskar eftir öðrum flokkum til viðbótar.
  5. Starfsfólk okkar fær beiðni þína senda til yfirferðar eftir að þú velur flokkana. Viðkomandi fylgja viðmiðum okkar til að ákvarða hvort skráningin þín uppfylli skilyrði tiltekins flokks.
  6. Þegar beiðnin hefur verið yfirfarin færð þú tilkynningu með tölvupósti og getur skoðað stöðu beiðninnar (hvort hún hafi verið samþykkt eða henni hafnað) á Elevate.
  7. Ef þú vilt fjarlægja skráningu þína úr flokki smellir þú á „x“ við hliðina á nafni flokksins. Fjarlægingar eru samþykktar með sjálfvirkum hætti innan 5 daga.

Það sem felst í flokkum á Airbnb

Listi yfir flokka á Airbnb er uppfærður reglulega. Flokkarnir eru meðal annars:

  • A-rammahús
  • Gott aðgengi
  • Magnaðar laugar
  • Magnað útsýni
  • Heimskautið
  • Hlöður
  • Ströndin
  • Við ströndina
  • Gistiheimili
  • Bátar
  • Skálar
  • Hjólhýsi
  • Tjaldstæði
  • Casa particular
  • Kastalar
  • Hellar
  • Kokkaeldhús
  • Gámar
  • Sveitin
  • Skapandi rými
  • Hringeysk hús
  • Dammuso
  • Eyðimörkin
  • Hönnunarheimili
  • Hvelfishús
  • Jarðhýsi
  • Bændagisting
  • Skemmtun fyrir krakka
  • Golf
  • Flyglar
  • Hanok
  • Sögufræg heimili
  • Húsbátar
  • Eyjur
  • Kezhan
  • Stöðuvatn
  • Við stöðuvatn
  • Luxe
  • Stórhýsi
  • Minsu
  • Þjóðgarðar
  • Nýskráningar
  • Sjálfbærar eignir
  • Vá!
  • Riad
  • Ryokan
  • Úrval Úr smiðju Airbnb
  • Sameiginleg heimili
  • Smalavagnar
  • Við skíðabrautina
  • Skíðastaðir
  • Brimbretti
  • Smáhýsi
  • Þekktar borgir
  • Hátindur heimsins
  • Turnar
  • Trjáhús
  • Vinsælt núna
  • Hitabeltið
  • Trulli
  • Vínekrur
  • Vindmyllur
  • Júrt-tjöld
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning